send mail us
pantanir@goparts.is
Bugðufljót 17D
Hurð 107 270 Mosfellsbær

Um okkur

Hjá GoParts viljum við gera kaup á varahlutum einfaldari, ódýrari og skilvirkari. Í stað þess að geyma stóran lager pöntum við varahluti beint frá birgjum um alla Evrópu. Þannig getum við boðið betri verð en hefðbundnar varahlutaverslanir og tryggt að hver viðskiptavinur fái nákvæmlega það sem hann þarf.

Með því að sleppa kostnaði við birgðahald, vöruhús og óþarfa milliliði getum við boðið lægri verð og betri þjónustu. Við sendum alltaf út tilboð með besta mögulega verðið hverju sinni, svo viðskiptavinir okkar borgi aldrei meira en nauðsynlegt er.

Við vitum að bílar eru mikilvægir í daglegu lífi og þegar eitthvað bilar þarf lausnin að vera fljótleg, einföld og áreiðanleg. Þess vegna leggjum við áherslu á að svara fyrirspurnum hratt, veita skýrar upplýsingar og afhenda vörur sem fyrst.

Markmið okkar er að gera GoParts að fyrsta valkostinum þegar fólk þarf varahluti. Með hagkvæmum rekstri, persónulegri þjónustu og samkeppnishæfu verði viljum við tryggja að allir fái réttan varahlut á besta mögulega verði – fljótt og örugglega

Algengar spurningar (FAQ) – GoParts

1. Hvernig virkar GoParts?
GoParts er netverslun með varahluti sem virkar öðruvísi en hefðbundnar búðir. Við höldum engar birgðir heldur finnum réttu varahlutina fyrir þig beint frá traustum birgjum um alla Evrópu. Þegar þú sendir inn fyrirspurn leitum við að besta verðinu, sendum þér tilboð og pöntum hlutinn þegar þú staðfestir kaupin. Þetta gerir okkur kleift að halda verðinu niðri og skila sparnaðinum til þín.

2. Hversu langur er afhendingartíminn?
Flestir varahlutir eru afhentir innan 1-3 virkra daga eftir að pöntun hefur verið staðfest. Stærri eða sjaldgæfir hlutir geta tekið lengri tíma, en við látum þig alltaf vita af áætluðum afhendingartíma áður en þú staðfestir kaupin.

3. Bjóðið þið upp á ábyrgð á varahlutum?
Já, allir varahlutir sem við seljum koma með ábyrgð samkvæmt skilmálum framleiðanda eða birgja. Ef varahlutur reynist gallaður skaltu hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er til að við getum fundið lausn.

4. Get ég skilað varahlut ef ég nota hann ekki?
Þar sem við pöntum varahluti sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin er ekki hægt að skila hlutum nema um galla eða röng vörusending sé að ræða. Þess vegna mælum við með að þú sért alveg viss um að panta réttan varahlut – við hjálpum þér með það ef þú ert óviss!

5. Hvernig get ég borgað fyrir varahlutinn minn?
Við tökum við netgreiðslum með öruggri greiðslugátt SaltPay. Við getum einnig boðið upp á að greiða með millifærslu ef þess er óskað.

6. Get ég fengið afslátt ef ég panta fleiri en einn hlut?
Já! Við bjóðum upp á magnafslátt fyrir stærri pantanir. Hafðu samband við okkur með þína beiðni, og við finnum bestu mögulegu verðin fyrir þig.

7. Seljið þið aðeins varahluti fyrir ákveðna bíla?
Nei, við getum útvegað varahluti fyrir flestar gerðir og árgerðir bíla. Ef þú ert óviss með hvað vantar, hafðu þá samband og við finnum hann fyrir þig.

8. Bíllinn minn fékk endurskoðun, getið þið hjálpað með það?
Já! Þú getur sent okkur mynd af endurskoðunar blaðinu og við tínum til það sem þarf. Einnig fá viðskiptavinir okkar afslátt hjá bifreiðaverkstæðinu RT Bílar.

9. Hvar et ég sótt varahlutinn?
Allir varahlutir okkar eru afhentir af skrifstofu okkar með staðsetninguna Bugðufljót 17D, Hurð 107, 270 Mosfellsbær

10. Hvernig get ég haft samband við GoParts?
Þú getur haft samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst goparts@goparts.is , í gegnum síma 5473200 eða með því að senda okkur skilaboð á samfélagsmiðlum okkar. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er!